Canon hlýtur þrenn EISA verðlaun

19.08.2011

Canon fær þrjú EISA verðlaun & Valið besta ljósmyndavörumerkið 2011 af Which
Canon hreppti þrenn verðlaun hjá EISA (European Imaging and Sound Association) fyrir 2011-2012 og var auk þess valið besta ljósmyndavörumerkið 2011 af Which sem verðlaunar fyrirtæki í Bretlandi fyrir að koma vörum með réttum hætti til viðskiptavina. Þar þótti Canon standa fremst með glæsilegar vörur í EOS, LEGRIA, IXUS, PowerShot og PIXMA vörulínunni.


Canon EOS 600D valin ,, European Camera 2011-2012" af EISA

Skv. EISA er EOS 600D fullkominn valkostur fyrir áhugasama ljósmyndara sem vilja bæði framúrskarandi myndgæði og notendavæna myndavél. Með 18 megapixla CMOS sensor, háþróaða 14-bita DIGIC 4 örgjörvatækni, Full HD vídeó og víðtæka tökueiginleika gerir EOS 600D notendum kleift að fanga meira spennandi og skemmtilegri ljósmyndir heldur en áður.

Nánar hér.

Canon LEGRIA HF M41 valin ,, European Camcorder 2011-2012" af EISA

Skv. EISA er LEGRIA HF M41 hönnuð til að fanga atvinnumannagæði. Með HD CMOS Pro sensor sem er fenginn úr atvinnumannalínu Canon er LEGRIA HF M41 frábær í litlum birtuskilyrðum og fangar framúrskarandi smáatriði við dökk skilyrði. Canon HD vídeólinsa er búin ,,iris diaphragm" sem veitir mjúkt bakgrunnsblörr og 10x optical aðdráttur veitir notandanum sveigjanleika. Hreyfanlegur LCD snertiskjár, innbyggður Story Creator og Cinema-Look Filter ásamt Smart Auto gera notandanum kleift að fanga efni á skemmtilegan og auðveldan hátt.

Nánar hér.

Canon EF 70-300mm f/4-5.6L IS USM valin ,,European Professional Lens 2011-2012" af EISA

70-300mm f/4-5.6L IS USM er létt, nett og fjöhæf - hönnuð til að svara auknum kröfum um aðdráttarlinsu sem skilar miklum afköstum. Tilvalin fyrir atvinnuljósmyndara og lengra komna áhugaljósmyndara þar sem hún gerir notendum kleift að skjóta portrett, náttúrulífsmyndir og hraða í með ótrúlegri nákvæmni. 70-300 aðdráttarsvið veitir ótrúlegan sveigjanleika sem og hið skilvirka IS kerfi Canon ásamt Super Spectra Coatings sem dregur úr draugum þannig að linsan skili bestu mögulegum myndgæðum.

Nánar hér.