Spennandi sýning blaðaljósmyndara og Canon: MYNDIR

15.09.2011

Blaðaljósmyndarakeppni Canon og Nýherja var opnuð í Kringlunni á fimmtudag. Um leið voru veitt verðlaun í keppninni. Fyrstu verðlaun hreppti Óskar Páll Elfarsson og hlaut hann Canon PowerShot G12 myndavél í verðlaun. Í öðru sæti varð Brynjar Gunnarsson og hlaut hann Canon PowerShot S95 myndavél. Í þriðja sæti varð Vilhelm Gunnarsson og hlaut hann Canon 50mm linsu.
 
Fjölmargar ljósmyndir bárust í keppnina en sýning með þeim myndum er nú í Kringlunni fyrir framan verslunina Sense Center. Dómnefnd skipuðu Christopher Lund, ljósmyndari, Birta Flókadóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, og Halldór Jón Garðarsson, vörustjóri Canon neytendavara hjá Nýherja.

Myndir frá opnuninni.