Íslensk kvikmynd tekin upp á Canon myndavél

30.09.2011

Kvikmyndin L7: Hrafnar, Sóleyjar og Myrra, sem verður frumsýnd í dag, föstudaginn 30. september, var tekin upp á Canon EOS myndavél. Þannig tókst að halda framleiðslukostnaði kvikmyndarinnar í lágmarki án þess að fórna myndgæðum á nokkurn hátt.

„Kvikmyndagerð með Canon EOS myndavélum hefur færst í aukana, meðal annars af hagkvæmissjónarmiðum ásamt því að fá mjög fallega mynd og skemmtilega áferð. Ég hafði tekið eftir því að ýmsir sjónvarpsþættir og kvikmyndir eru teknar víða upp með þessum hætti, meðal annars einn þáttur af sjónvarpsþáttunum House sem var tekinn upp á Canon EOS 5D Mark II. Ég komst fljótlega að því að slík vél er afar góður kostur til myndatöku, meðal annars að hægt er að taka upp á 24 römmum í stað 30 ramma,“ segir Helgi Sverrisson, annar af leikstjórum kvikmyndarinnar.

L7: Hrafnar, Sóleyjar og Myrra er fjölskyldumynd sem verður tekin til sýningar í Sambíóunum. Meðal leikenda eru Laddi og Edda Björgvinsdóttir.