Borgríki tekin á Canon EOS 5D Mark II

14.10.2011

Kvikmyndin Borgríki sem frumsýnd verður föstudaginn 14. október, er ein af fyrstu kvikmyndum í heiminum sem er alfarið tekin á Canon EOS 5D Mark II og Canon EF linsur en EOS 5D Mark II er ljósmyndavél í grunninn.

,,Það er í raun ótrúlegt hvað svona lítil vél getur skilað fallegum og flottum römmum og slær þekktari kvikmyndavélum við, svo sem í næturtökum," segir Bjarni Felix Bjarnason, annar kvikmyndatökumaður Borgríkis.

Ólafur Jóhannesson leikstjóri kvikmyndarinnar segir gaman að sjá að slík vél gefi kvikmyndagerðarmönnum von um ódýrari lausnir en áður hefur þekkst.

EOS 5D Mark II er hluti af EOS línu Canon sem samanstendur af öflugum myndavélum sem eru búnar EOS Movie eiginleika.  Um er að ræða vélar sem eru hannaðar bæði fyrir byrjendur, áhugaljósmyndara og atvinnufólk.

Nýherji, umboðsaðili Canon á Íslandi, óskar Poppoli kvikmyndafélagi, framleiðanda Borgríkis, innilega til hamingju með myndina sem skartar fríðu föruneyti helstu leikara landsins sem og óþekktum en í aðalhlutverkum eru Ágústa Eva Erlendsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Sigurður Sigurjónsson og Zlatko Krickic, ásamt Birni Hlyni Haraldssyni, Birni Thors, Gísla Erni Garðarssyni, Elvu Ósk Ólafsdóttur og Gladkaya Luna.

Borgríki fjallar um undirheima Reykjavíkur frá ýmsum hliðum þar sem fíkniefnialögreglan á fullt í fangi með að takast á við íslenska og erlenda glæpamenn sem berjast um völdin í skuggasundum þjóðfélagsins.