Nýr Canon PIXMA prentari sem styður tölvuský prentun

01.11.2011

Canon hefur kynnt nýja PIXMA Wi-Fi fjölnota prentara fyrir heimili sem styðja meðal annars AirPrint fyrir iPad og tölvuský-prentun (Cloud printing) til að prenta beint úr albúmum á Netinu, sbr. Google Picasa.

Canon PIXMA MG5350 er háþróaður ljósmynda fjölnota prentari með 5 Single Ink blekhylkjum, Wi-Fi og sjálfvirkri prentun beggja megin (Auto Duplex).  Notendavænt og sniðugt viðmót með Quick Operation & 7.5cm TFT skjá þannig að þú ert fljót/ur að komast íþá virkni sem þú þarft. 

Canon PIXMA MG6250 er há-afkasta Wi-Fi ljósmynda fjölnota prentari með snertiskjá (Intelligent Touch System) sem einfaldar virkni ásamt því sem hann er glæsilega hannaður og skilar framúrskarandi prentgæðum.  Framköllunargæði fyrir heimilið með sex blekhylkjum.

Canon PIXMA prentarar styðja nú einnig AirPrint; þráðlaus prentun fyrir iPad, iPhone og iPod touch AirPrint er þráðlausa prentun fyrir iPad, iPhone og iPod touch sem gerir notendum kleift að prenta út þráðlaust ljósmyndir, tölvupóst, vefsíður og önnur skjöl án þess að þurfa að hlaða niður reklum (drivers) sem sparar tíma og einfaldar notkun.

AirPrint er nú mögulegt í þremur nýjum Canon PIXMA fjölnota prenturum; MG5350, MG6250 og MG8250 sem er væntanlegur í sölu í nóvember.

AirPrint vinnur með iPad, iPad 2, iPhone 3GS, iPhone 4 og iPod touch (3rd kynslóð eða yngri) er keyra á iOS 4.2 eða yngri.

Nánari upplýsingar um Canon PIXMA fjölnota prentara fyrir heimili og fyrirtæki er að finna á netverslun.is.