Norðurorka velur Nýherja

03.11.2011

Norðurorka hefur valið Nýherja sem samstarfsaðila fyrir rekstur á upplýsingatæknikerfum félagsins. Nýherji mun hýsa netþjóna félagsins og annast rekstur, vöktun og afritun þeirra. Þá nýtir Norðurorka miðlæga eldveggja þjónustu, póstgátt og vírusvarnarþjónustu frá Nýherja.

Undirskrift samningsins var eitt af fyrstu verkefnum Rögnvaldar Guðmundssonar, sem er nýr svæðisstjóri Nýherja á Norðurlandi.

Við erum afar ánægð að fá Norðurorku í áframhaldandi viðskipti," segir Emil Einarsson framkvæmdastjóri Fyrirtækjasviðs Nýherja. Hann segir að Nýherji leggi áherslu á að tryggja hnökralausan rekstur og hámarksuppitíma á öllum hýstum búnaði viðskiptavina. "Þjónustan er sniðin að þörfum viðskiptavina og getur falist í fjölmörgum lausnum; uppsetningu búnaðar, öryggis- eða stýrikerfisuppfærslum, afritatöku, aðstoð við notendur, eftirliti eða hvers kyns daglegum rekstri."