Canon í fararbroddi á EM 2012

05.11.2011

 

Myndavéla- og prentaraframleiðandinn Canon, sem Nýherji er umboðsaðili fyrir, verður einn af stuðningsaðilum Evrópumótsins í knattspyrnu, sem fram fer í Úkraínu og Póllandi næsta sumar.

Canon hefur verið stuðningsaðili keppninnar í rúmlega 30 ár, eða frá keppninni árið 1980. Eina undantekining var keppnin árið 2000.

Eins og gefur að skilja verða lausnir frá Canon, svo sem stafrænar myndavélar, prentarar og skannar, nýttir fyrir keppnina.