Einn IBM kassi seldi meira en söluhæsta verslunin í Osló

15.11.2011

Sænska tískuvöruverslunin Lindex var opnuð með pompi og pragt í Smáralind á laugardag en um var að ræða stærstu opnun frá upphafi í 60 ára sögu Lindex tískuvörukeðjunnar.

Að sögn Pressunar, tæmdist þriggja vikna lager og stærsti hluti vara í versluninni á aðeins þremur dögum. Tíu þúsund manns heimsóttu verslunina en það jafngildir um 5 manns á hverri mínútu sem opið hefur verið.

Einn IBM kassi, af þeim þremur sem eru í búðinni seldi til jafns við söluhæstu Lindex verslunina í Ósló á góðum laugardegi í heild sinni.

Nýherji er umboðsaðila IBM kassakerfa á Íslandi.