Nýherji hlýtur Microsoft vottun í Lync 2010

16.11.2011

Nýherji er fyrst fyrirtækja í upplýsingatækni á Íslandi til að vera vottað af Microsoft í samskiptalausnum Microsoft Lync 2010 (Silver Communication Competency).

Lync er heildarlausn samskipta fyrir fyrirtæki þar sem samskiptin eru ekki lengur eingöngu bundin við símtæki heldur getur notandi einnig valið að eiga samskipti í gegnum m.a. netspjall og fjarfundi með fullri samþáttun við Microsoft Office. Með notkun Lync geta fyrirtæki því náð hagræði í fjarskipta- og ferðakostnaði auk þess sem umtalsverður vinnusparnaður verður hjá notendum.

Microsoft Lync er samhæft öðru vöruframboði Nýherja á sviði samskiptalausa, m.a. vörum frá Polycom fyrir fjarfundi og Plantronics heyrnatólum.