Nýherji varpar jólavættum á byggingar

02.12.2011

Nýherji tók þátt í afar skemmtilegu verkefni nú á dögunum þegar fyrirtækið var fengið til þess að varpa á veggi og byggingar óvenjulegum jólaskreytingum víða í miðbænum. Um er að ræða verkefnið Jólavættir í Reykjavík (Christmas creatures of Reykjavík).

Forsaga málsins er að Reykjavíkurborg efndi til samkeppni meðal nokkurra útvaldra hönnuða um óhefðbundnar jólaskreytingar og varð hugmynd hönnunarins Hafsteinn Júlíusson (HAF) fyrir valinu. Þá var Nýherji valið til þess að sjá um að varpa jólavættunum með aðstoð myndvarpa á veggi og byggingar.

Um er að ræða hreyfimyndir sem tengjast fígúrum íslensku jólasveinanna, en þeim er varpað á veggi víða um miðbæinn. Geta vegfarendur því átt von á að sjá Bjúgnakræki, Gluggagæi, Stúf, jólaköttinn, Grýlu, Stekkjastaur og fleiri. Þessu til viðbótar verða varpar notaðir til þess að líkja eftir snjókomu á tvo veggi í bænum.

Þeir staðir sem urðu fyrir valinu eru:

Gamla 17 húsið, Laugavegi - Bjúgnakrækir

Húsgafl fyrir ofan Kiosk, á horni laugavegs og vitastígs - Gluggagjæir

Skífan, Laugavegi - Stúfur

Mál og menning, Laugavegi - Jólakötturinn

Húsgafl fyrir ofan 66°N, á mótum laugavegs og bankastrætis - Grýla

Eymundsson, Skólavörðustíg - Stekkjastaur

Dómkirkjan - Snjókoma

Landsbankinn, Austurstræti - Hurðaskellir

Sægreifinn, höfnin - Snjókoma

Sjá umfjöllun RÚV um óvættina.

Skoða myndir úr miðbænum.