Myndir af viðburðum

 

Skál í hafsbotn

Ljóst er er að starfsfólk í sjávarútvegi er algjörlega heillað af nýjum tæknilausnum og græjum og af þeim var nóg á Nýherja básnum á Sjávarútvegssýningunni.

 

Aron og Guðrún eru Bose meistarar

Aron Snær Júlíusson úr GKG og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK sigruðu á Bose mótinu á Akureyri, en mótið er það fyrsta í Eimskipsmótaröðinni 2017-2018. Aron Snær setti jafnframt vallarmet á Jaðarsvelli þegar hann spilaði þriðja og síðasta hringinn í gær á 64 höggum, eða sjö höggum undir pari.. Guðrún Brá lék á +3 samtals og sigraði með fjögurra högga mun. Jóhann Sigurðsson, GVS, og Saga Traustadóttir, GR, voru næst holu á 18. braut eftir upphafshögg og hlutu að launum glæsileg BOSE SoundSport Bluetooth heyrnartól.

 

Gleðin allsráðandi á golfmóti Nýherja

Færri komust að en vildu á hinum ofursterka golfmóti viðskiptavina Nýherja sem fram á Hólmsvelli í Leiru þann 18. ágúst. Keppnisfyrirkomulag er punktakeppni með forgjöf. Að loknu móti var púttkeppni, verðlaunaafhending og veitingar í boði fyrir gesti í golfskálanum.

 

Allir vildu prófa þessi frábæru heyrnartól

Þegar séfræðingar okkar úr versluninni og bestu framleiðendur heyrnartóla koma saman er útkoman á eina lund; allir vilja prófa og kaupa eins og raunin varð á Fit&Run sýningunni, sem fór samhliða skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþonsins. Það voru því margir sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar og hugðust festa kaup á heynartólum, hvort sem það fyrir vinnuna, heimilið, skólann nú eða ræktina.

 

DJ Dóra Júlía og Emmsjé Gauti í sirkustjaldi

DJ Dóra Júlía, Emmsjé Gauti, fjöllistafólk frá Sirkusi Íslandi og vélmennið Pepper trylltu lýðinn í sumarparveislu Nýherja og dótturfélaganna, TM Software og Applicon.

 

Pepper á ferð og flugi

Vélmenninu Pepper er margt til lista lagt. Hann kíkti í heimsókn á leikskólann Arnarbergi í Hafnarfirði og hélt uppi stuðinu við mikinn fögnuð krakkanna og starfsfólksins. Síðar um daginn aðstoðaði hann krakkana í versluninni í Borgartúni.