Myndir af viðburðum

 

Ert þú örugglega klár fyrir GDPR?

Ný persónuverndarreglugerð ESB (General Data Protection Regulation) tekur gildi í maí 2018. GDPR kemur í staðinn fyrir rúmlega 20 ára gömul persónuverndarlög sem hafa ekki fylgt eftir breytingum í hinum stafræna heimi. Á snörpum hádegisfundi voru kynntar til sögunnar lausnir sem fyrirtæki og stofnanir geta nýtt sér til þess að ná utan um persónugreinanleg gögn, samhæfa verklag og tryggja öryggi persónuupplýsinga. Slíkar ráðstafanir eru forsenda þess að fyrirtæki uppfylli kröfur GDPR.

 

"I got the Power"

Hvernig munu fyrirtæki nýta sér gervigreind (e. Artificial Intelligence) og fá meira virði út úr upplýsingum? Á snörpum fundi um IBM Power og Linux var rætt um ögrandi áskoranir í gagnavinnslu, gervigreind og áherslubreytingar í Storage, AIX/Linux og IBM i.

 

Skelfilegir Nýherjar

Starfsfólkið okkar sýndi mikinn metnað á Hrekkjavökunni; sumir fóru alla leið í búningum og aðrir voru skemmtilega (eða hræðilega) farðaðir.

 

Hryllilegt sölufólk

Upplifðu hrollvekjandi hrekkjavöku með Nýherja. Verslun okkar í Borgartúni 37 er skreytt með skelfilegum skreytingum og starfsfólkið okkar er vægast sagt hryllilegt útlits!

 

Samsterkur haustfögnuður

Eitt af gildum Nýherja og dótturfélaganna TM Software og Applicon er orðið "Samsterkur". Slíkt gildi átti vel við þegar félögin héldu haustfagnað og stilltu saman strengi fyrir komandi vetur. Skilgreining á gildinu Samsterk: Við vinnum saman þvert á einingar og félög samstæðunnar og nýtum þannig sérþekkingu á ólíkum sviðum sam-stæðunnar til að þróa snjallar lausnir fyrir viðskiptavini.

 

Skál í hafsbotn

Ljóst er er að starfsfólk í sjávarútvegi er algjörlega heillað af nýjum tæknilausnum og græjum og af þeim var nóg á Nýherja básnum á Sjávarútvegssýningunni.