Nýherji leggur áherslu á að efla tengsl tæknigreina á mismunandi skólastigum við atvinnulífið, ýta undir nýsköpun í tæknigreinum, hvetja nemendur til að hefja nám í slíkum greinum, efla stoðir slíks náms og tryggja nægilegt framboð framúrskarandi tæknimenntaðs starfsfólks á komandi árum.

Nýherji styrkir verkefni sem hafa það markmið að efla nýsköpun og hvetja ungt fólk til þátttöku í tæknigreinum.

Hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema

Hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema við Háskóla Íslands er öflugur vettvangur lifandi verkfræði þar sem nemendur láta reyna á hugmyndaflugið og hæfileikann til að hanna og smíða tæki sem leysir fyrirfram ákveðna þraut.

Forritarar framtíðarinnar

Sjóðurinn „Forritarar framtíðarinnar“ er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Nýherji er einn af hollvinum sjóðsins ásamt nokkrum fyrirtækjum.

First Lego hönnunarkeppnin á vegum Háskóla Íslands

Markmið First Lego League keppninnar er að blása ungu fólki í brjóst löngun til að skara fram úr á sviði tækni og vísinda, gera grunnskólanemendum kleift að vinna saman, taka þátt í nýsköpun og framleiðslu á lausnum sem og að efla sjálfstraust, leiðtogahæfni og lífsleikni.