Ráðstefna

Virkjaðu frumkvöðlakraftinn

Sprotinn sem varð að einu þekktasta og svalasta vörumerki heims

Ráðstefna með Marc Randolph meðstofnanda Netflix 29. september

Verð 4.900 kr. 

Efnisveitan Netflix er eitt þekktasta vörumerki heims en það hefur á skömmum tíma raskað rótgrónum markaði með ævintýralegum hætti-á stóran hátt í því að sjónvarpsáhorf hefur tekið stakkaskiptum. Áskrifendur félagsins eru nú 86 milljónir í 190 löndum og tekjur þess námu 6,78 milljörðum dala 2015. Netflix er þriðja svalasta vörumerkið í heimi, samkvæmt The Telegraph. 

Lærðu af reynslumiklum frumkvöðli

Nýherji er frumkvöðull í upplýsingatækni og frumkvöðlastarfsemi innan samstæðunnar hefur m.a. skapað fyrirtækinu nýja þjónustu og ný fyrirtæki. Við teljum mikilvægt að læra af reynslu frumkvöðla eins og Marc Randolph, sem er annar af tveimur stofnendum Netflix og fyrsti forstjóri félagsins. Því fengum við hann í heimsókn til að deila reynslu sinni með okkur og því tækifæri viljum við deila með þér.

Meðal þess sem Marc Randolph mun tala um:

  • Hvernig geta fyrirtæki brugðist við breyttum aðstæðum?
  • Viltu tileinka þér þankagang sprotafyrirtækja: Hvað getur Kísildalurinn kennt okkur um nýsköpun?
  • Hvernig kvikna hugmyndir hjá mest spennandi sprotafyrirtækjunum í Kísildalnum og hvernig verða þær að veruleika?
  • Netflix: Lítilfjörlega sprotafyrirtækið í Kísildalnum sem felldi Blockbuster og byggði upp eitt þekktasta vörumerki heims.
  • Lykilþættir í velgengni Netflix og baráttan við Bluckbuster video leiguna
  • Dramatíska rússibanareið og nýstárlega fyrirtækjamenningu Netflix

Um Marc Randolph

Marc Randolph, er annar af tveimur stofnendum Netflix árið 1996. Hann var fyrsti forstjóri félagsins og átti sæti í stjórn þess fram til ársins 2004.

Marc á að baki rúmlega 40 ára reynslu sem frumkvöðull og hefur tekið þátt í stofnun fjölda vel heppaðra frumkvöðlafyrirtækja sem fjárfestir, ráðgjafi eða stjórnarmaður. Hann um árabil miðlað ungum frumkvöðlum af reynslu sinni og er vinsæll fyrirlesari víða um heim. Heimasíða Marc Randolph.

5 lykilatriði að góðri viðskiptahugmynd að mati Marc Randolph 

Innifalið er kaffi/sódavatn og sætur biti.