HoloLens og vélmennaherinn á UTmessunni


Við færum þér framtíðina-enda með 50 ára reynslu í UT

Það verður enginn svikinn af því að kíkja á bás Nýherjasamstæðunnar á UTmessunni, 3. og 4. febrúar. 

Þýska risavélmennið Nox

Þýska ofur vélmennið Nox (Nox the robot) verður á Nýherja básnum báða dagana. Nox er engin smásmíði, eða 2,55 metrar á hæð, allt að 1,55 metrar á breidd og 300 kg. 

Byggingarefni NOX, sem var hannaður af DLRdesign í samvinnu við háskólann í Pforzheim, er samskonar og notað er í þróun á búnaði fyrir flug- eða geimferðir-ekkert ruslhráefni þar á ferðinni.

Þetta félagslynda tröll sýnir okkur að þótt tæknin geti stundum virst ógnvænleg er ekkert að óttast. NOX er húmoristi sem hefur jafn gaman af að gantast í fólki og dansa við það.

Svo má ekki gleyma því að litli bróðir Nox, hann Nao, mætir aftur á klakann og verður með magnaða sýningu báða dagana á básnum. 

HoloLens - þú mátt ekki missa af því

Biðin er loksins á enda en 3. febrúar verður hægt að kynna sér HoloLens tæknina frá Microsoft. Það eina sem þú þarft að gera er að kíkja við á Nýherja básnum á UTmessunni í Hörpu og prófa. 

Tæknin byggir á gleraugum með innbyggðri tölvu sem birtir þær upplýsingar sem notandinn óskar eftir, heilmyndir svokallaðar. Heilmyndagleraugun birta heilmyndir í umhverfi notandan í fullri HD upplausn. Þau aðlaga sig algjörlega að þeim hlutum og rými sem er í umhverfinu.

Vinir okkar í Unity Studios frá Danmörku munu annast kynninguna á HoloLens í Nýherja básnum í Hörpu frá 9-16 föstudaginn 3. febrúar.

BB-8 og Power frá IBM

Flestir ef ekki allir þekkja BB-8 vélmennið úr Stjörnustríðsmyndinni "The Force Awakens". Nú geta aðdáendur myndanna kíkt við á Nýherja básnum á UTmessunni, 3. og 4. febrúar, í Hörpu, og stýrt BB-8 þráðlaust í gegnum sérbúna þrautabraut.

Lausnin (stýringin) er þróuð í IBM Bluemix hugbúnaðarumhverfinu en keyrir á IBM Power. Bluemix mun gjörbreyta möguleikum forritara til þess að búa til smáforrit (öpp).

Smartbunker frá APC

Ekki má gleyma "SmartBunker" frá APC Schneider sem er fullkomin lausn fyrir upplýsingatækni innviði fyrirtækja. Bunkerinn verður alla helgina á Nýherja básnum.

Cyborg brýtur alla múra-með ígrætt loftnet á hausnum

Gjörningalistamaðurinn Neil Harbisson, sem er einn af upphafsmönnum að Cyborg-sima, verður gestur UTmessunnar 3. febrúar, en hann kemur sérstaklega til landsins á vegum Nýherja. Haribsson, sem er litblindur, er með ígrætt loftnet sem gerir honum kleift að skynja ósýnilega liti, bæði útfjólubláa og innrauða, í gegnum hljóðbylgjur. 

Listaverk Harbisson ganga út á að rannsaka sambandið milli lita og hljóðs og hvar mörk mannsins liggja í skynjun hluta. Loftnetið, sem er tengt netinu, er sagt gera honum ennfremur mögulegt að taka á móti myndböndum, tónlist og jafnvel símtölum, að því er fram kemur á vefsvæði hans.

Á UTmessunni, þann 3. febrúar, mun Harbisson fjalla um "Data driven lifestyle - Living as Cyborg in the Cognitive Era".

Cyborg-ismi er listahreyfing sem á rætur sínar til Bretlands í upphafi 21. aldar og fjallar meðal annars um hvernig hægt er að efla skilningarvit með „Cybernetic-ígræðslu“ og sköpun listar með óhefðbundnari skynjun. 

Meðal þeirra fyrstu til að móta Cyborg listhreyfinguna er Harbisson. Hann stofnaði ennfremur Cyborg Foundation árið 2010, alþjóðleg samtök, sem aðstoðar fólk sem vill skilgreina sig sem Cyborg, verja réttindi þeirra og efla Cyborg-sima sem félagslega og listræna hreyfingu. 

Fyrirlestur Neil Harbisson verður í beinni útsendingu þann 3. febrúar klukkan 9:15. 

Kíktu á snertiborðið frá NEC

Á 2. hæðinni í Hörpu verður einnig hægt að skoða og fikta í snertiborði frá NEC á bás netverslunar.is. Spilaðu tölvuleiki eða vafraðu um netið á snertiborðinu. 

Sjá Lenovo byltinguna

Við látum ekki þar við staðar numið því á 2. hæðinni í Hörpu, verður einnig hægt að kynna sér tæknibyltingu Lenovo, samstarfsaðila Nýherja, fyrir fyrirtæki og einstaklinga. 

Sjáumst í Hörpu! 

Kveðja frá Nýherja, TM Software, Applicon og Tempo