Ráðstefna

Sýndarvædd net og safaríkur hamborgari (FULLBÓKAÐ)

Hvernig brúum við bilið milli gagnavera og tölvuskýja?

Því miður er fullbókað á þennan viðburð.

Sýndarvæðing neta er eitt heitasta umræðuefnið í heimi netkerfa og mun þróun í þeirri tækni auðvelda innleiðingu á nýrri nethögun, auka öryggi og einfalda rekstur á sýndarvélum.

Stóra spurningin er hins vegar hvernig best sé að brúa bilið milli gagnavera og tölvuskýja og hvaða hlutverk munu sýndarvædd net hafa í nánustu framtíð?

Staðreyndin er sú að rekstrarfyrirkomulag netkerfa breytist til hins betra við innleiðingu á sýndarvæddum netum með hærra öryggisstigi, gögnum og nýjum búnaði. Einnig auðveldar það utanumhald og öryggi á þyrpingum véla eða sýndarvélum, sem eru reknar í hefðbundnum tölvuskýjum.

Til að fjalla um knýjandi breytingar í netkerfum höfum við fengið til liðs við okkur 3 snillinga, einn frá Nýherja og 2 frá VMware: Rasmus Holtet Rüsz (Snr. Manager Pre-Sales NEMEA, Network & Security Division), Brian Hestehave (Senior NSX Specialist Systems Engineer – M.Sc.Eng. – VCDX #242, VCIX-NV, VCP-NV) og Lárus Hjartarson, VMware sérfræðingur hjá Nýherja.   


Umfjöllunarefni:

VMware : The Future State of Security Starts with Virtualization.

 As network virtualization transforms networking into a software industry, it gives rise to new technologies and use cases, accelerating innovation throughout the business. But how will network virtualization be the bridge between data center and cloud networking, and what does this mean for security? As well as extending the operational model of compute virtualization to the network can achieve greater flexibility while providing a much tighter, fine grained way of securing applications, data and other workloads. Providing a pathway for securing your on-prem applications, your containerized applications, and your workloads into the public cloud.


Staður og stund: Að þessu sinni varð hinn rómaði Port9 að Veghúsastíg 9 fyrir valinu. Sem fyrr verðum við með heimsklassa hamborgara og meðí.

Athugið - afar takmarkaður sætafjöldi er á þennan viðburð.