Ertu hraðasti ljósmyndari á Íslandi?

Aðalvinningur er gjafabréf hjá Wow air

Ertu klár í ljósmyndamaraþon Canon 27. maí? Þú getur notað DSLR myndavélina, smámyndavél eða bara snjallsímann. Aðalvinningur er gjafabréf frá Wow air. 

Taktu ljósmyndir sem tengjast þemu ljósmyndamaraþonsins og þú gætir hreppt glæsileg verðlaun.

Óskað er eftir forskráningu en nóg er að mæta fyrir kl. 10:00 laugardaginn 27. maí n.k. í Nýherja, Borgartúni 37, þar sem ræst verður út stundvíslega klukkan 10:15 ásamt því að þemu dagsins verða kynnt.

Glæsileg verðlaun

Verðlaun fyrir myndröð keppninnar

Gjafabréf hjá Wow air að verðmæti 60.000 kr. 

Önnur verðlaun eru:

PowerShot G9 X Mark II myndavél og Bose Quiet Comfort 35 heyrnartól.

Keppnisreglur

Þátttakendur þurfa að skila inn þremur óunnum JPEG myndum, ein í hverju þema, og mega aðeins þessar þrjár myndir vera á minniskortinu. Aðeins myndir sem eru teknar á milli 10:15–15:00 eru gjaldgengar í keppnina og þarf að skila þeim á minniskorti sem verður tæmt á staðnum fyrir klukkan 16:00.

Úrslit verða tilkynnt föstudaginn 2. júní en dómnefnd skipa ljósmyndarnir Aldís Páls og Árni Sæberg ásamt Halldóri Jóni Garðarssyni, vörustjóra Canon hjá Nýherja.

Starfsfólki Nýherja og dótturfélaga, mökum og börnum er ekki heimiluð þátttaka.

Sigurmyndir frá Ljósmyndaraþoni Canon 2016:

Mynd nr. 1 eftir Darra Ásbjörnsson

Mynd nr. 2 eftir Þorgeir Pálsson