Hver vinnur BOSE mótið?

Beinar útsendingar í nóvember og desember

Hið vinsæla BOSE mót Nýherja í knattspyrnu karla hefst 18. nóvember. Þetta árið eigast við sex úrvalsdeildarlið í mótafyrirkomulagi en sigurvegari verður krýndur í desember. Liðin sem taka þátt eru FH, Stjarnan, Fjölnir, Breiðablik, Víkingur og KR.

Stefnt er að því að sýna alla leiki frá riðlakeppni auk úrslitaleikja beint á SportTV og á vísir.is.  Auk þess mun fótbolti.net gera öllum leikjunum skil í máli, myndum og myndskeiðum.

Sigurvegarar mótsins fá vegleg verðlaun frá BOSE. Þá hljóta besti leikmaður mótsins og sá markahæsti glæsileg verðlaun.

Mótið verður nú haldið í sjötta sinn. Sigurlið mótsins í fyrra var Fjölnir.

Soundtouch-riðillinn

Þriðjudagur 21. nóv. kl.20.15 (Kórinn/ mögulega Samsung-völlurinn kl 18:00) 

  • Stjarnan - FH

Mánudagur 27. nóv. kl.18.30 (Egilshöll) 

  • Fjölnir - FH

Mánudagur 4. Des. kl.18.30 (Egilshöll)

  • Fjölnir – Stjarnan

 

SoundSport-riðillinn

Laugardagur 18. nóv. kl.10.00 (Fífan)

  • Breiðablik – Víkingur R.

Mánudaginn 27. nóv. kl. 20.00 (Egilshöll)

  • Víkingur R. - KR

Mánudagur 4. des. kl.20.00 (Egilshöll) 

  • KR – Breiðablik

Leikir um sæti 1-6 fara fram síðar í desember.

Bose meistarar frá 2012:

2017: ?
2016: Fjölnir
2015: Stjarnan
2014: KR
2013: Víkingur
2012: Fylkir