Tækniborð Nýherja tekur á móti öllum þjónustubeiðnum viðskiptavina sem hafa gert rekstrarsamning um  tækniþjónustu. 

Um Tækniborð frá A-Ö - Bæklingur

Tækniborð er opið allan sólarhringinn alla daga ársins.  Tekið er á móti þjónustubeiðnum í gegnum síma, með tölvupósti eða í gegnum vefviðmót. Beiðnin er skráð í verkbeiðnakerfi sem aðlagað hefur verið að ITIL hugmyndafræðinni sem felst í því að besta þjónustuferli í upplýsingatækni.

Þjónustubeiðnirnar fá strax tæknilega greiningu og flokkun ásamt því að þær eru settar í þann forgang sem samningur viðskiptavina kveður á um.

Leysa úr fyrirspurnum í fyrsta símtali 

Á Tækniborði starfa tæknimenn sem leitast við að leysa úr fyrirspurnum viðskiptavina strax í fyrsta símtali með því að yfirtaka vélbúnað viðskiptavina, greina vandamálið og laga bilunina. Ef ekki tekst að leysa fyrirspurnina á Tækniborði er beiðnin send á aðra tæknihópa innan Nýherja til úrlausnar.

 Boðið er upp á bakvaktasamninga um sértæk kerfi ef viðskiptavinir óska eftir því.

Okkar markmið:

  • Að vera faglegasta Tækniborðið í upplýsingatækni
  • Starfsmenn á Tækniborði hafi framúrskarandi þekkingu á útstöðvarþjónustu og aðgangsmálum.
  • Starfsmenn á Tækniborði hafi  góða almenna tækniþekkingu á miðlægum kerfum
  • Standast ávallt markmið um þau þjónustuviðmið sem hópnum er sett (SLA)
  • Upplifun viðskiptavina á þjónustu borðsins sé jákvæð og áreiðanleg