Verslanir Nýherja

Nýherji rekur fjölbreytt úrval verslana til að koma til móts við þarfir viðskiptavina. Verslanir Nýherja bjóða breitt úrval lausna og búnaða frá heimsþekktum framleiðendum, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga.

Verslun Nýherja í Borgartúni 37

Verslun Nýherja er ein elsta starfandi raftækjaverslun á landinu. Þar er að finna breitt úrval af hágæðavörum sem fyrirtækið selur, bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Nýherji nýtur þess að vera umboðsaðili fyrir einstök vörumerki og endurspeglar það vöruúrval verslunarinnar.

Meðal vara sem eru í boði eru ljósmynda- og prentbúnaður frá Canon, hljóð- og myndbúnaður frá Sony, hljóðbúnaður frá Bose, Audio Technica og Plantonics og tölvubúnaður frá Lenovo. 

Verslun Nýherja á Akureyri

Í verslun Nýherja að Kaupangi við Mýrarveg má finna breitt úrval af hágæðavörum sem fyrirtækið selur, bæði einstaklingum og fyrirtækjum. 

Netverslun - Þegar þér hentar

Fyrirtækið leggur líka mikla áherslu á að vera með góða netverslun fyrir viðskiptavini sína þar sem hægt er að skoða og versla allar vörur sem Nýherji selur. Frí heimsending er á næsta pósthús. Smelltu þér á netverslun.is.