Við erum leiðandi í sölu á miðlægum búnaði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Við bjóðum allt frá netþjónum, netbúnaði og gagnageymslum yfir í stórtölvur og lausnir fyrir kerfissali.

Hjá okkur starfar fjöldi sérfræðinga sem annast sölu og ráðgjöf á vörum frá fremstu framleiðendum heims, s.s Lenovo, IBM, APC, Júniper og Cisco.

Öguð vinnubrögð og vel skilgreindir ferlar eru lykilþættir í að tryggja öruggan fumlausan rekstur á tölvu- og netbúnaði, hagkvæmni og fyrsta flokks þjónustu.