Eitt mikilvægasta atriðið í rekstri upplýsingakerfa er afritun gagna. Ef eitthvað fer úrskeiðis er nauðsynlegt að geta endurheimt gögn sem glatast eða skemmast. Með afritun Nýherja ertu að kaupa þér eina bestu tryggingu sem völ er á.

Fullkomin samsetning

Afritun Nýherja (nefnist einnig Forteco) samanstendur af fullkomnum hugbúnaði sem stýrir afritunarvélmenni og gagnageymslum sem staðsett er á sérstöku bakneti sem eingöngu er notað fyrir afritun og endurheimtingu gagna. Afritunarhugbúnaðurinn Nýherja er með eftirlitskerfi og miðstýringu á afritun allra netþjóna og gagnagrunna sem afritaðir eru. Einnig er netafritun hluti af afritun Nýherja og felur í sér að gögn eru afrituð yfir gagnasamband viðskiptavina beint inn á miðlæga afritunarmiðla Nýherja.

Ekki nóg að taka bara afrit

Því miður er það stundum svo að einhverra hluta vegna er ekki hægt að endurheimta gögn sem hafa glatast. Til að tryggja að þetta gerist ekki er nauðsynlegt að hafa eftirlit með því að afritun takist og gera reglulegar prófanir á því að hægt sé að endurheimta gögnin.

IBM leitar til sérfræðings hjá Nýherja um þróun á Spectrum Project. 

Fá ráðgjöf

Við erum til þjónustu reiðubúin
S: 5697700