IBM Power högun hefur verið í þróun síðustu 25 ár. Í dag geta viðskiptavinir valið lausnir sem keyra á mismunandi útgáfum af Linux, AIX eða IBM i stýrikerfinu.

AIX og IBM Power eru með yfir 60% markaðshlutdeild á heimsvísu á Unix markaðnum á meðan að Oracle/Sun og HP skipta á milli sín hinum hlutanum. 

IBM i keyrir ýmis mikilvæg viðskiptakerfið hjá stærstu fyrirtækjum á Íslandi og eru enn þann dag í dag verið að keyra kerfi sem koma frá gömlu IBM AS/400 kerfum, sem sýnir hversu mikla áherslu IBM hefur lagt á að varðveita fjárfestingar viðskiptavina í sínum kerfum.

Vöxtur í Linux

Í síðustu árum hefur verið mikill vöxtur í Linux á meðan að Windows netþjónamarkaður og Unix hafa gefið eftir. Þar af leiðandi hefur IBM tekið stór skref í að auka hlutdeild sína á þeim markaði.

IBM byrjaði að fjárfesta milljarð USD í kringum árið 2000 í Linux á mismunandi IBM búnaði. IBM Power styður í dag eftirfarandi útgáfur af Linux, Ubuntu, RedHat, SuSE, Fedora, debian, og bráðum centOS.

Sumar útgáfur eru bæði til í big-endian og little-endian útgáfum sem þýðir að auðvelt er að flytja Linux hugbúnað yfir á Linux á IBM Power, oftast er nóg að endurþýða kóðann án breytinga.

Power vélar fyrir Google

Á árinu 2013 stofnuðu IBM, Google og Nvidia ásamt fleiri fyrirtækjum OpenPOWER foundation, sem hefur það að markmiði að hanna vélbúnað, i/o hw, hugbúnað o.fl. með því að fá aðgang að IBM Power örgjörvanum og aðlaga hann fyrir mismunandi notkun. sem dæmi hefur Google látið framleiða POWER vélar með sinni eigin hönnun fyrir sín Data Center og er amk. eitt Data Center hjá Google eingöngu að keyra búnað byggðan á IBM Power örgjörvanum. Í dag eru um 150 fyrirtæki sem taka þátt í OpenPOWER samstarfinu. Á þessum tíma fjárfesti IBM aftur 1 milljarði USD í þróun á Linux á IBM Power.

Power og "open source"

Vélbúnaður sem framleiddur er af meðlimum OpenPOWER foundation keyrir eingöngu Linux stýrikerfið og annan Open Source hugbúnað. Þannig má segja að IBM Power sé einn af fyrstu örgjörvunum sem sé orðin "open source" vélbúnaður því að fyrirtæki víða um heim eru farin að framleiða tölvur byggðar á IBM Power örgjörvanum.

IBM kynnti nýlega Power vélar (S812LC og S822LC) sem keppa í verðum við búnað byggðan á Intel en mun afkastameiri. Það sem er sérstakt við þessar vélar er að þær eru framleiddar af öðrum aðila fyrir IBM (OEM).

Árangursríkt samstarf IBM og Oracle

IBM og Oracle eru í miklu samstarfi þrátt fyrir þau keppi líka á vélbúnaðarmarkaðnum. Sem dæmi er IBM Oracle Diamond Partner. Ein ástæðan fyrir velgengni samstarfs IBM og Oracle er mikil sala á Oracle á IBM Power og AIX stýrikerfinu.  Ástæðan er sú að virtual umhverfið á IBM Power, PowerVM er viðurkennt "hardware virtualization umhverfi" þar sem mögulegt er að skilgreina "virtual vélar" niður á hluta af "core vélarinnar" og afmarka umhverfið sem Oracle keyrir á. Með því móti er hægt að kaupa eingöngu Oracle leyfi á hluta búnaðarins ólíkt því sem gerist á Intel búnaði þar sem Oracle krefst þess að kaupa leyfi miðað við heildarfjölda core á Intel vélum.

Þar að auki ábyrgist IBM á IBM Power scale-out vélar geti keyrt á 65% álagi án þess að kerfi verði fyrir álagstruflunum og allt að 80% álag er ábyrgst á IBM Power Enterprise vélum.

Til samaburðar þá er meðal álag sem Intel CPU þola um 20%, sem þýðir að 80% að fjárfestingu þinni í Intel situr og gerir ekkert fyrir þig.

Ef þú keyrir Oracle gagnagrunna er IBM Power og AIX mjög fjárhagslega hagkvæmur kostur.

IBM Power 9 og 10 í deiglunni

IBM Power örgjörvinn er orðin 25 ára og er í stöðugri þróun. IBM hefur þegar byrjað að tala um IBM POWER 9 og 10 og hefur þegar gert samning um stóra HPC clustera við Lawrence Livermore laboratories, Oak Ridge national labs og US Department of Energy sem byggja á IBM POWER 9.

Stöðugari í rekstri og hærri uppitími 

Í IBM Power höguninni er lagt mikið upp úr rekstaröryggi og RAS (Reliability, Availability, Serviceablity). Í öllum lögum höguninnar frá hw hypervisor, cpu, minni, i/o, driverar, stýrikerfi er villutékk og leiðrétting á villum og sjálfvirk viðbrögð til þess að lágmarka áhrif á keyrslu vélbúnaðar.  Þar af leiðandi hefur IBM Power vélbúnaður verið etv. dýrari en PC Intel serverar, en í staðinn verið mun öruggari í rekstri og með hærri uppitíma.

Fá ráðgjöf

Við erum til þjónustu reiðubúin
S: 5697700