IBM z Systems, eða IBM stórtölvur eru leiðandi í áreiðanleika og uppitíma, eru með hæstu öryggisvottanir á markaðnum og eru hannaðar til að keyra undir miklu álagi og nýta fjárfestingu viðskiptavina.

Í þróun í 50 ár

IBM stórtölvan, IBM z Systems hefur verið í þróun í yfir 50 ár og er enn í stöðugri þróun. 

Í dag er örgjörvi þessara kerfa með klukkutíðni yfir 5 Ghz og keyrir aðgerðir á 7 samhliða gagnabrautum og er hannaður til að meðhöndla margar aðgerðir  og mikið gagnamagn samtímis.

Stór hluti bankakerfa heimsins nota stórtölvur

Stór hluti bankakerfa heimsins, ríkisfyrirtæki, tryggingafélög og önnur fjármálafyrirtæki nýta sér stórtölvur fyrir sínar vinnslur og má gera ráð fyrir að þú sért að í snertingu nær daglega við stórtölvu með t.d. kreditkortanotkun.
IBM leggur áherslu á að stórtölvan nýtist vel við að styðja við aukna notkun snjalltækja vegna álags sem þau eiga eftir að framkalla í bakkerfum fyrirtækja.

Uppsetning á Mainframe á 120 sek
   

Eins hentar stórtölvan vel í að vinna með mikið gagnamagn og framkvæma allskyns greiningar gagna (Analytics).

Öryggi sem á engan sinn líkan

Öryggi stórtölvuumhverfisins á sér varla nokkurn líkan.  Fleiri möguleikar eru í boði hvað varðar að bjóðar stórtölvukraft sem skýjalausn og eins stuðning og samþættingu stórtölvukerfa við aðrar skýjalausnir á hagkvæman máta.  

Linux stýrikerfi á áræðanlegu og öruggu stórtölvuumhverfi

Árið 2001 fjárfesti IBM um 1 milljarð USD í Linux fyrir stórtölvur og aðrar vörulínur fyrirtækisins, og enn hefur IBM fjárfest öðrum milljarði í Linux fyrir IBM Power, sem sýnir það að IBM hefur trú á vexti Linux á öllum sviðum. 

Með því að keyra Linux stýrikerfi á IBM stórtölvum fæst einstakt tækifæri til að bjóða öflugt og öruggt Linux umhverfi fyrir kröfuhörðustu verkefni. 

Kerfisumsjón og uppsetning krefst minni mannaforða og sparar netbúnað og kapla og kerfið hefur einstaka hæfileika til að nýta vélbúnaðinn og keyra mikið álag án þess að kerfi valdi álagi og truflunum á hvor önnur. 

Linux á IBM stórtölvum býður einni upp á einstakan möguleika á því að fækka t.d. Oracle hugbúnaðarleyfum með því að taka grunna af mörgum minni vélum og keyra á stórtölvunni.

LinuxONE
IBM LinuxONE er fyrsta stórtölvan sem keyrir eingöngu Linux stýrikerfi.  Þetta er tilbúin pakkalausn sem inniheldur vélbúnað, hugbúnað og þjónustu.

Viðskiptavinur getur valið mismunandi Linxu útgáfur, mismunandi umsjónarkerfi fyrir sýndarvélar (hypervisor, z/VM eða KVM), mismunandi gagnagrunnskerfi og þjónustu, alveg eins og viðskiptavinir eru vanir í hinu opna umhverfi Linux heimsins.

Saga Mainframe á Íslandi

Fá ráðgjöf

Við erum til þjónustu reiðubúin
S: 569 7700