Lenovo netþjónar hafa sívaxandi markaðsstöðu hér á landi en aukna eftirspurn eftir lausninni má rekja til djúprar þekkingar og reynslu sérfræðinga okkar á vörunni. Netþjónar okkar hafa yfirburði á flestum sviðum.

Lykil upplýsingar um Lenovo netþjóna 

Af hverju að velja Lenovo netþjóna?

 • Nýherji afhendir System x netþjóna samsetta, prófaða og með firmware, UEFI, diagnostics o.s.frv. uppfært.
 • Hjá Nýherja eru allir netþjónar með upprunalegt minni frá framleiðanda til að tryggja rekstraröryggi og hámarks uppitíma.
 • Lenovo netþjónar hafa yfirburði á flestum sviðum. Megin áhersla er lögð á gæði, rekstraröryggi og uppitíma.
 • Forvarnarkerfi (Predictive Failure Analysis) varar við yfirvofandi bilunum áður en þær eiga sér stað. Villuljósakerfi lýsir upp LED ljós við hlið bilaðs íhlutar. Þjónustuörgjörvi kemur skilaboðum áleiðis t.d. til kerfisstjóra og þjónustuvers Nýherja. 

Megin áhersla  í hönnun Lenovo netþjóna er gæði, rekstraröryggi og uppitími.  Þá henta þeir einstaklega vel fyrir sýndarvæðingu tölvubúnaðar því þeir búa yfir þeirri mikilvægu sérstöðu að geta meðhöndlað meira vinnsluminni á fullum afköstum en gengur og gerist. Vinnsluminni er fyrsti takmarkandi þáttur í rýmd sýndarumhverfa.

Uppitími er mikilvægur

 • Sjálfvirk endurræsing, Automatic Server Restart, við DIMM-bilun. Ef heill minniskubbur bilar óvænt, þrátt fyrir allar varnir, lognast flestir netþjónar út af. System x netþjónn getur hins vegar  greint hvað fór úrskeiðis, ræst vélina sjálfkrafa aftur og slökkt á minniskubbnum (e. self-healing, automatic diagnostics).
 • Af hverju er slíkt mikilvægt?
  Þetta er mikilvægt í dag þegar netþjónar geta haft allt að 24 minniskubba eða 24 hluti sem geta bilað. Þjónarnir  geta verið með mörg hundruð GB af gögnum í vinnsluminni þannig að það eru ansi margir bitar sem geta bilað.
 • Server Proven
  Yfirburðar uppitíma System x netþjóna má að stórum hluta þakka mjög viðamiklum prófunum þar sem mismunandi íhlutir eru prófaðir í allar gerðir netþjóna í öllum helstu útgáfum af öllum helstu stýrikerfum.
 • Sex vottaðir sérfræðingar sinna System x þjónustu hjá Nýherja og meðal starfsreynsla þeirra er 20 ár.

Sérfræðingar Nýherja veita ráðgjöf um bestu samsetningu af auðlindum til að mæta heildarþörf hvers og eins viðskiptavinar.