Lenovo er framúrskarandi framleiðandi á tölvum og snjalltækjum enda einn stærsti framleiðandi PC tölvubúnaðar í heiminum. Menning Lenovo snýst um viðskiptavininn; að bjóða vandaðar vörur á frábærum kjörum, ásamt því að vera fremstir á sínu sviði. Slíkur birgi rímar vel við stefnu okkar en við höfum afburða góða stöðu á íslenska markaðnum.

Vöruframboð Lenovo innfelur frábært úrval tölvubúnaðar fyrir fyrirtæki og einstaklinga: fartölvur, spjaldtölvur,  borðtölvur, vinnustöðvar, skjái og margvíslega aukahluti. Að auki gefur gott aðgengi að þjónustu Lenovo samkeppnisforskot á íslenska markaðnum. Það er því ekki að ástæðulausu að helstu fyrirtæki á Íslandi velja Lenovo búnað.

"Lenovo ber oft á góma... enda eru hönnuðir þar á bæ með eindæmum hugmyndaríkir og djarfir, óhræddir við að gera tilraunir og setja á markað óvenjulegar tölvur og tilbrigði við tölvur." -Árni Matthíasson, mbl.

Frábær árangur náðist í sölu á Lenovo tölvubúnaði á 2014. Um 12 þúsund Lenovo tölvur voru seldar, sem er ríflega 30% söluaukning milli ára. Einnig hefur orðið veruleg aukning í sölu á Lenovo spjaldtölvum. Lenovo hefur vaxið ásmegin í sölu á tölvu- og tæknibúnaði á liðnum árum og er m.a. stærsti framleiðandi PC tölva í heimi auk þess að vera meðal stærstu söluaðila spjaldtölva og snjallsíma, 

 

Fá ráðgjöf

Við erum til þjónustu reiðubúin
S: 5697700