Öryggisvottun

ISO 27001 Vottað stjórnkerfi upplýsingaöryggis

Nýherji hefur öryggisvottun ISO 27001. Í henni felast strangar kröfur um rétta meðhöndlun gagna og upplýsinga sem og notkun ferla í rekstri og aðbúnað. Vottunin er endurnýjuð árlega og fer hún fram með heimsókn starfsmanns BSI (British Standard) sem gerir úttekt á þeim þáttum sem að vottuninni snúa.

Í öruggum höndum

Nýherji telur mikilvægt að geta sýnt fram á að þeim kröfum sem settar eru fram í vottuninni, sé framfylgt með viðunandi hætti. Slíkt sé vottur um metnað félagsins til að vera fremst í flokki fyrirtækja í rekstrar- og ráðgjafaþjónustu í upplýsingatækni.

Sjá nánar heimasíðu International Organization for Standardization

 

Fyrirspurn