Stjórnun auðkenna

Loforð Nýherja til viðskiptavina sinna eru einföld og snúa meðal annars að því að auka áreiðanleika, öryggi og bæta skilvirkni og sveigjanleika upplýsingatæknikerfa ásamt því að lækka rekstrarkostnað.

Með þekkingu Microsoft sérfræðinga Nýherja og lausnamengi Microsoft náum við að uppfylla þau loforð. Með Microsoft Forefront Identity Manager getum við einfaldað hlutina til að skapa þér yfirsýn og auka öryggi.

Aðgangsstýringar

Sérfæðingar Nýherja hafa með Microsoft Forefront Identity Manager (FIM) náð árangri með viðskiptavinum okkar í aðgangsstýringum. Með innleiðingu á FIM færð þú yfirsýn um aðgangsstýringar og notendur. Hvernig er aðgangssýringum og öryggi háttað hjá þér?

 Með innleiðingu á FIM:

  • Bætum við yfirsýn
  • Aukum áreiðanleika og öryggi
  • Einföldum aðgangsstýringar að gögnum og þjónustum
  • Lækkum rekstrarkostnað

Þannig hjálpum við þér að bæta þína þjónustu því hlutverk Nýherja er að nýta þekkingu innan fyrirtækisins til að styrkja starfsemi viðskiptavina sinna.

Fyrirspurn