Upplýsingaöryggi

Öryggisúttektir Nýherja gefa stjórnendum fyrirtækja raunstöðu öryggismála með skjótum og skilvirkum hætti. Sérfræðingar á sviði upplýsingaöryggis framkvæma greiningu sem byggir á ítarlegum spurningum og markvissum prófunum til að meta núverandi stöðu öryggismála.

Úttekt á upplýsingaöryggi fyrirtækja

Farið er yfir alla þætti sem snúa að öryggi upplýsingakerfa og þannig tryggt að það fáist heildstæð mynd af stöðunni á þeim tíma sem úttekt fer fram. Að úttekt lokinni skila ráðgjafar Nýherja skriflegri skýrslu sem má nýta til að forgangsraða verkefnum eftir mikilvægi, leggja línur að verklagsreglum og auka upplýsingaöryggi fyrirtækisins.

Sérsniðnar öryggisúttektir 

Nýherji býður sérsniðnar úttektir fyrir eftirlitsskylda aðila og fyrirtæki sem og stofnanir í heilbrigðisþjónustu. Úttekt fyrir eftirlitsskylda aðila tekur mið af tilmælum Fjármálaeftirlitsins (FME). Úttekt fyrir heilbrigðisgeirann er byggð á öryggisstaðlinum ISO 27001 (áður BS 7799) ásamt því að tilmæli landlæknis eru höfð til hliðsjónar.

Gerð rekstrar- og öryggishandbókar

Nýherji veitir leiðbeinandi ráðgjöf meðal annars við gerð rekstrar- og öryggishandbókar, byggða á niður-stöðum öryggisúttektar. Öryggisstefna, áhættumat og viðlagaáætlun er meðal þeirra þátta sem öryggis-handbókin inniheldur. Rekstrarhandbók er ætlað að tryggja að upplýsingar um rekstur og uppbyggingu upplýsingakerfa séu skjalfestar og tiltækar.

Lögð er áhersla á að öryggishandbókin uppfylli lög og reglur sem gilda um eftirlitsskylda aðila í fjármála- og heilbrigðisgeiranum. Öryggishandbók eftirlitsskyldra fjármálafyrirtækja tekur mið af tilmælum Fjármálaeftirlitsins (FME) og öryggishandbók heilbrigðisfyrirtækja mið af tilmælum landlæknis og er byggð á öryggisstaðlinum ISO 27001 (áður BS 7799).

Fyrirspurn