Vírusvarnir

Það má líkja viðleitni til vírusvarna við kapphlaup sem aldrei virðist ætla að taka  enda. Þú verður að hafa réttan útbúnað, góða skó og vera í toppformi til að tapa  ekki forystunni í þessu kapphlaupi. Þú getur líka fengið þér vírusvarnir og látið  sérfræðinga Nýherja um að hlaupa fyrir þig. Við erum með rétta útbúnaðinn og erum í toppformi!

Miðlæg stjórn

Heilinn í vírusvörnum Nýherja er miðlægt stjórnkerfi sem veitir nauðsynlega yfirsýn yfir varnarkerfið í öllum hlutum tölvukerfisins. Meðal annars er hægt að  fylgjast með hvort tölvur og netþjónar eru með réttar uppfærslur og gefa  viðkomandi tölvum skipanir um að ná sér í uppfærslur sé þörf á því. Auk þess er hægt að setja upp vírusvarnir miðlægt á þær útstöðvar sem eru ekki með slíkan búnað uppsettan. Upplýsingar um nýja vírusa og ógnir eru uppfærðar reglulega. Miðlægt stjórnkerfi hefur eftirlit með smitfar-öldrum og  getur brugðist við þeim með því að takmarka aðgang smitbera í netkerfum fyrirtækisins og þannig komið í veg fyrir frekara smit.

Sértækar lausnir fyrir hvern hluta tölvukerfsins

Mismunandi hlutar tölvukerfis krefjast mismunandi lausna til varna. Sérstakt  varnarkerfi þarf til að verja tölvupóstþjóna og eru vírusvarnir Nýherja til fyrir  fjölmörg póstkerfi svo sem Microsoft Exchange og Lotus Notes. Fyrir hefðbundna  netþjóna og vefþjóna eru einnig til staðar sérstök varnarkerfi og gildir þá einu  hvort um er að ræða Microsoft Windows Server eða Linux stýrikerfi.

Alltaf nýjasta vörnin

Mjög mikilvægt er að allir snertifletir við Internetið séu vel varðir fyrir þeirri ógn sem  vírusar og aðrar óværur eru gagnvart tölvukerfum fyrirtækja. Daglega koma fram  nýir vírusar með mismunandi eiginleikum sem vírusvarnir þurfa að geta brugðist  við. Fyrir útstöðvar notenda eru í boði lausnir sem henta jafnt borðtölvum,  fartölvum og handtölvum.

Ekki bara vörn gegn vírusum

Vírusvarnir Nýherja eru ekki einungis þeim kostum prýddar að verja tölvukerfi  gegn vírusum. Þær eru einnig mjög öflugar varnir gegn njósnaforritum (e.  spyware) sem valda ekki beinum skaða en eru til þess ætluð að safna  upplýsingum um viðkomandi fórnarlamb í gegnum tölvu þess. Vírusvarnir  Nýherja á útstöðvum innihalda eldvegg fyrir útstöðvar sem hægt er að stýra frá  miðlægu stjórnkerfi. Það má því líta á vírusvarnir Nýherja sem bólusetningu gegn þekktum smitsjúkdómum sem herja á tölvur sem tengdar eru Internetinu.

Nýherji
Fyrirspurn