Efri röð frá vinstri: Loftur Bjarni Gíslason, Ívar Kristjánsson, Benedikt Jóhannesson (sagði sig úr stjórn í desember 2016) og Guðmundur Jóhann Jónsson.

Neðri röð frá vinstri: Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja, Emilía Þórðardóttir og Hildur Dungal. 

Ívar Kristjánsson

Ívar Kristjánsson, formaður stjórnar, tók sæti í stjórn Nýherja í mars 2016. Hann er framkvæmdastjóri ATMO Select ehf., formaður stjórnar í Angling iQ og formaður stjórnar í 1939 Games ehf. Ívar stundaði nám í viðskiptafræði við HÍ og hefur lokið MBA gráðu frá HR. Hann er einn af stofnendum CCP hf. og var framkvæmdastjóri CCP þegar EVE-Online kom út árið 2003, en var lengst af fjármálastjóri CCP. 

Emilía Þórðardóttir

Emilía Þórðardóttir kom í stjórn Nýherja í mars 2016. Hún er verkefnastjóri - Mgr. Project II RA Filings Actavis. Hún hefur setið í stjórnum nokkurra annarra fyrirtækja.  Emilía  er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, B.S. nám í viðskiptafræði - stjórnun og markaðsfræði.

Hildur Dungal

Hildur Dungal tók sæti í aðalstjórn Nýherja í febrúar árið 2011. Hún útskrifaðist með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands.

Hildur er lögfræðingur hjá Innanríkisráðuneytinu en gegndi áður starfi forstjóra Útlendingastofnunar. Hún situr einnig í stjórn Fjarskipta hf.

Loftur Bjarni Gíslason

Loftur Bjarni Gíslason kom inn í aðalstjórn Nýherja í mars 2014. Hann er útgerðarstjóri frystiskipa hjá HB Granda hf. Loftur Bjarni er með B.Sc gráðu í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 2007.

Guðmundur Jóhann Jónsson

Guðmundur Jóhann Jónsson var varamaður í stjórn frá 1999-2015. Hann átti sæti í aðalstjórn frá 2005-2013. Hann var varamaður í stjórn frá 2014 en tók sæti í aðalstjórn að nýju árið 2016. Guðmundur, sem er forstjóri tryggingafélagsins Varðar, útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Seattle University á árinu 1985 og lauk MBA prófi frá Edinborgarháskóla á árinu 2000. Hann hefur auk setu í stjórn Nýherja setið í stjórnum nokkurra annarra fyrirtækja.