15.09.11

Spennandi sýning blaðaljósmyndara og Canon: MYNDIR

Blaðaljósmyndarakeppni Canon og Nýherja var opnuð í Kringlunni á fimmtudag. Um leið voru veitt verðlaun í keppninni. Fyrstu verðlaun hreppti Óskar Páll Elfarsson og hlaut hann Canon PowerShot G12 myndavél í verðlaun. Í öðru sæti varð Brynjar Gunnarsson og hlaut hann Canon PowerShot S95 myndavél. Í þriðja sæti varð Vilhelm Gunnarsson og hlaut hann Canon 50mm linsu.
 
Fjölmargar ljósmyndir bárust í keppnina en sýning með þeim myndum er nú í Kringlunni fyrir framan verslunina Sense Center. Dómnefnd skipuðu Christopher Lund, ljósmyndari, Birta Flókadóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, og Halldór Jón Garðarsson, vörustjóri Canon neytendavara hjá Nýherja.

Myndir frá opnuninni.

Blaðaljósmyndarakeppni Canon og Nýherja

<< Til baka

Fyrirspurn