Stjórn Nýherja

Stjórn Nýherja hf.
Aftari röð frá vinstri: Loftur Bjarni Gíslason, Ágúst Sindri Karlsson, Benedikt Jóhannesson og Guðmundur Jóh. Jónsson.
Fremri röð frá vinstri: Hildur Dungal, Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja, og Marta Kristín Lárusdóttir.

 

Benedikt Jóhannesson

Benedikt Jóhannesson hefur átt sæti í stjórn Nýherja frá 1995 og verið stjórnarformaður þess frá árinu 1996. Benedikt er framkvæmdastjóri Talnakönnunar hf. sem hann stofnaði árið 1984. Hann er jafnframt framkvæmdastjóri útgáfufélagsins Heims, sem er dótturfélag Talnakönnunar.

Benedikt er með BS í stærðfræði, hagfræði sem aukagrein, frá University of Wisconsin (1977), MS próf í tölfræði frá Florida State University (1979), og doktorsgráðu (Ph.D.) frá Florida State University, aðalgrein tölfræði og stærðfræði sem aukagrein (1981).

Hildur Dungal

Hildur Dungal tók sæti í aðalstjórn Nýherja í febrúar árið 2011. Hún útskrifaðist með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands.

Hún starfaði áður sem forstjóri Útlendingastofnunar, en starfar nú sem lögfræðingur hjá Innanríkisráðuneytinu.

Marta Kristín Lárusdóttir

Marta Kristín Lárusdóttir tók sæti í stjórn Nýherja árið 2011. Hún er lektor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Menntun: PhD frá Konunglega tæknilega háskólanum (KTH) í Stokkhólmi, Lic. Ph. í tölvunarfræði frá Uppsalaháskóla, MS í tölvunarfræði frá Kaupmannahafnarháskóla og BS í tölvunarfræði frá HÍ.

Ágúst Sindri Karlsson

Ágúst Sindri Karlsson kom inn í aðalstjórn Nýherja í mars 2014. Hann er framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Arkea ehf. Ágúst Sindri er lögfræðingur frá lagadeild Háskóla Íslands árið, er með meistaragráðu (LL.M) í alþjóðlegum viðskiptarétti frá Exeter University í Englandi og réttindi málflutnings fyrir Hæstarétti (hri).

Loftur Bjarni Gíslason

Loftur Bjarni Gíslason kom inn í aðalstjórn Nýherja í mars 2014. Hann er útgerðarstjóri ísfiskskipa hjá HB Granda hf. Loftur Bjarni er með B.Sc gráðu í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 2007.

Guðmundur Jóh. Jónsson

Guðmundur Jóh. Jónsson er varamaður í stjórn Nýherja frá mars 2014. Hann var varamaður í stjórn frá 1999 en átti sæti í aðalstjórn frá 2005-2013. Guðmundur, sem er forstjóri tryggingafélagsins Varðar, útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Seattle University á árinu 1985 og lauk MBA prófi frá Edinborgar-háskóla á árinu 2000. Hann hefur auk setu í stjórn Nýherja setið í stjórnum nokkurra annarra fyrirtækja.

 

 

Fyrirspurn