Samfélagsstefna

Menntun og nýsköpun eru lykilorð í áherslum Nýherja í samfélagsmálum en megin áhersla félagsins á þeim vettvangi er stuðningi við ungt námsfólk í tækni- og vísindagreinum.

Helstu samfélagsverkefni Nýherja á árinu 2013-2014 var stuðningur við Háskóla unga fólksins, Forritunarkeppni framhaldsskólanna á vegum HR, Hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema í Háskólanum í Reykjavík, Forritara framtíðarinnar og First Lego hönnunarkeppninnar. Öll þessi verkefni hafa það markmið að efla nýsköpun og hvetja ungt fólk til þátttöku í tæknigreinum.

Ennfremur tekur Nýherji þátt í verkefni Samtaka iðnaðarins þar sem nemendur í tænigreinum háskólanna kynna nám sitt fyrir framhaldsskólanemum.

Það er stefna Nýherja að efla tengsl tæknigreina á mismundi skólastigum við atvinnulífið, ýta undir nýsköpun í tæknigreinum, hvetja nemendur til að hefja nám í slíkum greinum, efla stoðir slíks náms og tryggja nægilegt framboð framúrskarandi tæknimenntaðs starfsfólks á komandi árum.

Forritunarkeppni framhaldsskólanna hefur verið haldin í fjölmörg ár og hefur ásókn í keppnina aukist ár frá ári. Keppnin er ekki eingöngu ætluð þeim sem hafa mikla forritunarkunnáttu fyrir heldur fyrir alla þá sem hafa áhuga á forritun.

Hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema við Háskóla Íslands er öflugur vettvangur lifandi verkfræði þar sem nemendur eyna á hugmyndaflugið og hæfileikann til að hanna og smíða tæki sem leysir fyrirfram ákveðna þraut.

Sjóðurinn „Forritarar framtíðarinnar” er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Nýherji er einn af hollvinum sjóðsins ásamt nokkrum fyrirtækjum.

Markmið First Lego League keppninnar er að blása ungu fólki í brjóst löngun til að skara fram úr á sviði tækni og vísinda og gera nemendum kleift að vinna saman og taka þátt í nýsköpun og framleiðslu á lausn sem leysir þarfir sem eru samfélaginu nauðsynlegar.

Forritunarkeppni framhaldsskólannaHönnunarkeppni verkfræðinema
Fyrirspurn